Aukin þjónusta við íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu

Flokkun Eyjafjörður ehf. og Sagaplast ehf. hafa gengið frá samkomulagi um móttöku endurvinnanlegs úrgangs frá einstaklingum og heimilum á Eyjafjarðarsvæðinu.  

Öllum íbúum á Eyjafjarðarsvæðinu gefst nú kostur á að skila flokkuðum endurvinnsluefnum til Sagaplasts ehf. að Réttarhvammi 3, Akureyri án gjaldtöku. Einnig verður þjónusta á  gámasvæði Akureyrabæjar að Réttarhvammi 2, Akureyri og á gámasvæði Dalvíkurbyggðar við Sandskeið aukin en þar hefur nú verið komið fyrir gámum til losunar á endurvinnanlegu plasti.  Þá er fyrirhugað að fjölga þeim úrgangsflokkum, sem hægt verður að losa í grenndargáma. Með þessum samningi hafa Flokkun og Sagaplast tekið höndum saman til að auðvelda íbúunum að koma endurvinnanlegum úrgangi, sem fellur til á heimilum, til endurvinnslu.  

Stór hluti þess úrgangs er í raun verðmætt hráefni og markmiðið með flokkun er að koma í veg fyrir að endurvinnanlegur úrgangur sé urðaður.  Urðun er í raun neyðarúrræði sem á eingöngu að nota til förgunar úrgagns sem ekki er hægt að nýta til endurvinnslu og þessi samningur er að mati fyrirtækjanna mikilvægt skref í þá átt.

Upplýsingar um flokkun úrgangs er að finna á vef Flokkunar  www.flokkun.is

Nýjast