15. september, 2010 - 17:18
Fjárhagsaðstoð fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar hefur haldið áfram að aukast umfram áætlun á fyrri helmingi ársins.
Málið var til umræðu á síðasta fundi félagsmálaráð og m.a. kynnt yfirlit yfir fjárhagsaðstoð tímabilið
janúar til júlí sl. Um hundrað manns þiggja aðstoð frá fjölskyldudeild og mun félagsmálaráð halda áfram að
fylgjast með þróun fjárhagsaðstoðar.
Fjárhagsaðstoð hefur aukist um 20% fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra og er það langt umfram
áætlanir. Árin 2008 og 2009 var aðstoðin að meðaltali um 6,5 milljónir króna á mánuði, en er 7,5 milljónir króna
á mánuði fyrstu sjö mánuði þessa árs.