Auglýst eftir umsóknum um styrki í aukaúthlutun Eyþings

Menningarráð Eyþings hefur auglýst eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá því í apríl á síðasta ári.  

Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings. Menningarráð hefur ákveðið að í aukaúthlutun nú hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: Verkefni sem tengjast aðventunni, verkefni sem auka þátttöku ungs fólks í menningarstarfi, samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina, uppsetning viðburða á fleiri en einum stað.

Umsóknarfrestur er til og með 1. september nk. en úthlutun fer fram í október. Verkefni sem fá úthlutað í aukaúthlutun verða að fara fram á tímabilinu október 2008 - janúar 2009. Hámarksstyrkur aukaúthlutunarinnar er 300.000 krónur.

Nýjast