Ekki er mikið um uppsagnir að sögn Björns en margir að skoða stöðu sína. "Það var engin þensla hér, þess vegna mun heldur ekki verða nein svakaleg dýfa á svæðinu, en vissulega má búast við einhverjum samdrætti," segir Björn. Mörg stór verkefni eru í gangi á byggingasviðinu, bæði ríki og bær eru að byggja og segir Björn það gert á hárréttum tíma, þegar hægist um á atvinnumarkaði. "Það mun bjarga miklu í vetur, ég er alls ekki svartsýnn, það horfir ekki svo illa hér," segir hann.