Þeir Atli Jens Albertsson og Jóhann Helgi Hannesson leikmenn Þórs, munu taka út leikbann á laugardaginn kemur í leiknum mikilvæga gegn Leikni á Þórsvelli í toppbaráttu 1. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu.
Þetta er mikil blóðtaka fyrir Þór, sem þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í leiknum í baráttunni á toppnum. Atli Jens hefur verið sem klettur í vörninni og Jóhann Helgi hefur farið á kostum í sóknarleik Þórs og skoraði sex mörk í deildinni.