Launatengd gjöld hafa hins vegar aukist vegna hækkunar á tryggingargjaldi. Ársstörfum á þessu níu mánaða tímabili hefur fækkað um 16 frá árinu 2009 og um 40 frá sama tíma 2008. Almenn rekstrargjöld nema samtals 929 milljónum og hafa hækkað um 2,4% en til samanburðar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,3%. Sértekjur nema samtals 375 milljónum. Starfsemi hefur dregist saman að hluta miðað við fyrra ár. Skurðaðgerðum hefur fækkað um 7% og rannsóknum hefur almennt fækkað. Fjöldi sjúklinga og legudaga er svipaður og 2009 en fæðingum hefur fjölgað um 17,5%. Útlit er fyrir að reksturinn verði nokkurn veginn í jafnvægi í árslok, segir á vef FSA.