21. september, 2010 - 10:47
Arna Valgerður Erlingsdóttir, handknattleikskona frá Akureyri, hefur samið við Fylki um að leika með liðinu í vetur í N1-deild kvenna.
Arna þurfti að finna sér nýtt lið eftir að KA/Þór hætti við að senda lið til þátttöku í
úrvalsdeild.
Frá þessu er greint á mbl.is.