Þær Arna Sif Ásgrímsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir frá Þór/KA voru báðar valdar í U19 landsliðshóp kvenna í knattspyrnu, fyrir forkeppni EM 2011. Forkeppnin fer fram í Búlgaríu og leikur Ísland í riðli með heimamönnum, Ísrael og Úkraínu. Leikirnir fara fram dagana 11.-18. september. Tvö efstu liðin í hverjum riðli tryggja sér sæti í milliriðlum, en þangað kemst líka sú þjóð sem nær bestum árangri þeirra liða sem hafna í þriðja sæti síns riðils en riðlarnir eru alls 11.
Landsliðshópurinn er þannig skipaður:
Ásta Eir Árnadóttir, Breiðablik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik
Hildur Sif Hauksdóttir, Breiðablik
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Breiðablik
Birna Berg Haraldsdóttir, FH
Sigrún Ella Einarsdóttir, FH
Fjolla Shala, Fylkir
Hanna María Jóhannsdóttir, Fylkir
Sara Hrund Helgadóttir, Grindavík
Heiðrún Sara Guðmundsdóttir, ÍA
Sóley Guðmundsdóttir, ÍBV
Katrín Ásbjörnsdóttir, KR
Rebekka Sverrisdóttir,KR
Heiða Dröfn Antonsdóttir, Valur
Katrín Gylfadóttir, Valur
Þórdís María Aikman, Valur
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA
Silvía Rán Sigurðardóttir, Þór/KA
Þjálfari er Ólafur Þór Guðbjörnsson.