Árlegir styrktartónleikar Aflsins í Akureyrarkirkju í kvöld

Árlegir styrktartónleikar Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, verða haldnir í kvöld, fimmtudagskvöldið 4. nóvember, kl. 20.00 í Akureyrarkirkju. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Karlakór Akureyrar, kór Glerárkirkju, Heimir Ingimarsson, Rúnar Eff, Bryndís Ásmundsdóttir og Óskar Pétursson.  

Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, hafa verið starfrækt frá árinu 2002. Aflið er fyrir alla þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis, maka, foreldra, systkini og vini sem óska eftir ráðgjöf. Opið er fyrir gesti og gangandi milli kl. 16 og 17 alla virka daga að Brekkugötu 34, brugðið var á það ráð nú í haust og hefur það  gefist vel. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Aflsins.

Nýjast