Árleg messa á Þönglabakka í Þorgeirsfirði

Áhugahópur um gönguferðir og helgihald á Þönglabakka í Þorgeirsfirði boðar til messu sunnudaginn 25. júlí kl. 14.00.  Þönglabakki er gamall kirkjustaður og örlitlar leifar eru enn sjáanlegar frá síðustu kirkju. Gengið verður frá Tindriðastöðum í Hvalvatnsfirði yfir hálsinn og farið verður sömuleiðis sjóleiðina fyrir Gjögurtá.   

Þarna verður lummukaffi í boði ferðafélagsins Fjörðungs. Sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Bolli Pétur Bollason þjóna og tónlistarfólk flytur fagra tóna er berast vel í víðátturíku umhverfi. Fyrsta messuferð af þessu tagi var farin um svipað leyti árið 2008. Þá voru messugestir 160 og komu gangandi, ríðandi og siglandi í góðu veðri. Byggð í Fjörðum lagðist af 1944 og kirkjan var tekin ofan.

Nýjast