Andvirði frímerkjasafns ráðstafað í þágu eldri borgara

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela félagsmálaráði að ráðstafa þeim fjárhæðum sem fengust úr uppboði á frímmerkjasafni bæjarins, í þágu eldri borgara í bænum, samkvæmt samningi við ekkju gefanda frímerkjasafnsins.  

Jafnframt var bæjarritara falið að láta meta safn Axels Schiöth sem hann gaf Akureyrarbæ en andvirði þess safns skal renna til Lystigarðsins.

Nýjast