Handboltamaðurinn Andri Snær Stefánsson hefur samið við danska 1. deildar liðið Odde Håndbold Klub. Andri gerir samning til eins árs en hann lék áður með liði Akureyrar.
Andri hefur leikið með liði Odder sl. fimm vikur og spilað nokkra æfingaleiki og gengið vel. Hann segir við Vikudag að honum lítist vel á klúbbinn en hann ætti að vera löglegur með liðinu í fyrsta deildarleiknum sem er 12. september nk.