Andaskiltið við Drottningarbraut verið sett upp í 40 ár

Fyrir 40 árum byrjaði Jón Gunnlaugur Sigurjónsson trésmiður að setja upp skilti á Drottningarbrautina. Skiltið setti Jón upp á vorin og á því er mynd af önd á vappi með ungana  sína. Þetta gerði hann til að vekja athygli vegfarenda á öndunum og ungunum sem örkuðu á sumrin  þvers og krus yfir götuna og skeyttu lítið um umferðina sem að sjálfsögðu tók sinn toll.  

Eftir að Jón lést árið 1986 tók sonur hans Sigurjón Hilmar við uppsetningunni og þannig hefur þetta gengið og er nú fjórði ættliðurinn kominn í málið. Ekki er vitað hver gerði skiltið í upphafi en fyrir 25 árum málaði Aðalsteinn Vestmann það upp og lagaði.

Nýjast