Andarnefjuævintýrið heldur áfram á Pollinum

Andarnefjuævintýrinu á Akureyri virðist ekki alveg lokið eins og talið var, því um hádegisbil í dag sást til tveggja andarnefja á Pollinum. Ævintýrið heldur því áfram.  

Eins og fram kom á vikudagur.is í morgun var rannsóknarbáturinn Einar í Nesi á ferð í utanverðum Eyjafirðinum í fyrradag og sá skipstjórinn, Tryggvi Sveinsson, þá fimm andarnefjur á leið út fjörðinn. Hreiðar Þór Valtýsson sjávarlíffræðingur og lektor við HA, taldi að þar væru nánast örugglega á ferð vinir okkar af Pollinum.

Nýjast