07. desember, 2010 - 15:20
Kröfugerðir samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands f.h. aðildarfélaga sinna voru kynntar samninganefndum ríkis og sveitarfélaga í dag og í
gær. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins vill stuðla að stöðugleika svo að takast megi að auka kaupmátt, skapa ný störf og létta á
böli atvinnuleysisins og þeim fjárhagsvanda sem fjölskyldur í landinu glíma við.
Almennar launahækkanir verða að koma til framkvæmda strax og gerð er krafa um 200.000 króna lágmarkslaun. Formaður og jafnframt
talsmaður samninganefnda vegna kjarasamninga við ríki og sveitarfélög er Signý Jóhannesdóttir, formaður sviðs starfsmanna
ríkis og sveitarfélaga.