Hún segir erftitt að segja til um hve lengi fólk þurfi að bíða eftir að geta flutt í fast hjúkrunarpláss. Alls eru 10 vistunarmöt í vinnslu nú og að jafnaði hverju sinni og er áætlað að ekki taki meira en 6 vikur að afgreiða vistunarmat fyrir hjúkrunarrými og umsókn um mat á þörf fyrir dvalarrými. Rannveig segir það dapurlegt að flytja þurfi aldraða lasburða einstaklinga af einni stofnun á aðra og úr einbýli í tvíbýli.
Alls eru 195 rými í boði hjá Öldrunarheimilum Akureyrar og þar af 170 hjúkrunarrými. Á Hlíð eru 143 rými, í Kjarnalundi 44 og í Bakkahlíð 8 rými. Með lokun Sels hefur öldrunarrýmum á Akureyri fækkað um 12.