Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rann út um miðja síðustu viku. Deiliskipulagsbreytingin afmarkast af Drottningarbraut í austri, Austurbrú í suðri, Hafnarstræti í vestri og bílastæðum í norðri. Skilgreindar eru m.a. tvær nýjar lóðir, Hafnarstræti 78, þar sem gert er ráð fyrir byggingu veitingastaðar og Hafnarstræti 80, þar sem gert er ráð fyrir þjónustustarfsemi fyrir bifreiðastöð og sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti. Ný aðkoma að svæðinu verður frá Drottningarbraut. Málið fór fyrir skipulagsnefnd í dag, þar sem farið var yfir þær athugasemdir sem bárust.