27. september, 2010 - 09:45
Á síðasta fundi íþróttaráðs Akureyrar var tekið fyrir erindi, þar sem Samtaka, svæðisráð foreldra nemenda í
grunnskólum Akureyrar, fer fram á að bæjaryfirvöld endurskoði afstöðu sína gagnvart niðurgreiðslum vegna íþrótta- og
tómstundaiðkunar barna með lögheimili í sveitarfélaginu. Óska þau eftir að aldur barna sem fá niðurgreiðslu verði
hækkaður í 16 ár.
Íþróttaráð samþykkti að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2011.