Að sögn Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara eru það nokkru fleiri nemendur en hófu nám á haustmisseri í fyrra, en þá fór nemendafjöldinn í fyrsta sinn yfir 1300. "Það gefur auga leið að skólinn getur ekki tekið við fleiri nemendum húsnæðisins vegna," segir Hjalti Jón. Verknámsbrautir eru fullar "en í haust hefjum við kennslu á hársnyrtibraut sem mjög mikill áhugi er á." Þá er nú góður hópur pípara og bifvélavirkjunin er komin til að vera, þó svo að enn sem komið er sé kennt í húsnæði í eigu Félags málmiðnaðarmanna. Á starfsbraut fatlaðra er nú 41 nemandi við nám og hefur brautin stækkað gríðarlega.