Akureyri vann í handboltanum og Þór í körfunni

Akureyri Handboltafélag vann góðan sigur á Fram í N1 deild karla á Íslandsmótinu í handbolta í Framhúsinu í gærkvöld, 33-28. Á sama tíma vann Þór 10 stiga sigur á Sjörnunni í Höllinni á Akureyri, í Iceland Express deildinni í körfubolta, 99-89, þar sem heimamenn skoruðu síðustu 15 stigin í leiknum.

Akureyri hefur nú unnið 5 leiki í röð á Íslandsmótinu í handbolta en liðið mætir FH í Hafnarfirði á sunnudag í bikarkeppninni en þessi tvö lið sitja á toppi deildarinnar. Þá hefur körfuknattleikslið Þórs unnið alla þrjá heimaleiki sína á Íslandsmótinu.

Nýjast