Akureyri úr leik í bikarkeppninni þennan veturinn

Strákarnir í Akureyri Handboltafélagi eru úr leik í Bikarkeppninni eftir tap á útivelli gegn FH í gærkvöld 37-31.

Leikurinn var jafn og spennandi allt þar til 20 mínútur voru eftir en þá skoraði FH átta mörk gegn einungis einu frá Akureyri og lagði grunnin af sigri sínum.

Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar eru þau einu sem hafa lagt Akureyri á þessu tímabili, FH hefur lagt Akureyri tvisvar, einu sinni í deild og einu sinni í bikar. Akureyringar fá þó tækifæri strax á fimmtudag til að hefna ófaranna því þá mætast liðin í Hafnarfirði í deildinni.

Nýjast