15. nóvember, 2010 - 09:33
Akureyri og Afturelding mætast í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í 16-liða úrslitum Eimskipsbikar karla í
handbolta. Það fær fátt stöðvað Akureyrarliðið þessar mundir en liðið hefur unnið alla sjö leiki sína í deild og bikar
í vetur. Afturelding hefur hins vegar aðeins unnið tvo leiki í vetur, einn í deild og einn í bikar.
Liðin mættust síðast í N1-deildinni fyrr í vetur og þá vann Akureyri fimm marka sigur á heimavelli.
Aðrir leikir kvöldsins í bikarnum:
ÍR-Stjarnan
Haukar2-Víkingur