02. desember, 2010 - 19:59
Akureyri vann í kvöld nauman eins marks sigur á liði Aftureldingar, 25:24, er liðin mættust á Varmárvelli í kvöld í N1-deild
karla í handbolta. Mosfellingar höfðu eins marks forystu í hálfleik, 12:11, en Akureyringar reyndust sterkari á lokasprettinum. Með sigrinum
náði Akureyri fjögurra stiga forystu á ný á toppi deildarinnar.
Oddur Gretarsson var markahæstur í liði Akureyrar með 8 mörk en Haukur Sigurvinsson skoraði með fyrir Aftureldingu eða 7 mörk.
Akureyri hefur 18 stig í efsta sæti en Framarar eru í öðru sæti með 14 stig, eftir tíu marka sigur á HK í gær, sem hafa 12
stig í þriðja sæti. Afturelding hefur áfram tvö stig í sjötta sæti.