Akureyri mætir nýliðum Selfoss í N1-deildinni í kvöld

Akureyri fær Selfoss í heimsókn í kvöld í Íþróttahöllina kl. 19:00 þegar sjötta umferð N1-deildar karla í handbolta hefst. Akureyri trónir á toppi deildarinnar með tíu stig en liðið hefur unnið alla fimm leiki sína í deildinni. Nýliðar Selfoss hafa hins vegar aðeins unnið einn leik og verma næstneðsta sæti deildarinnar með tvö stig.

 

„Maður kallar ekkert skyldusigur. Þetta eru allt erfiðir leikir í deildinni og Selfyssingar hafa sýnt það að þeir geta alveg bitið frá sér,” segir varnarjaxlinn Guðlaugur Arnarsson í liði Akureyrar um leikinn í kvöld, en nánar er rætt við hann í Vikudegi í dag.

Nýjast