Akureyri Handboltafélag sækir HK heim í fyrstu umferð N1-deildar karla í handbolta sem hefst fimmtudaginn 30. september næstkomandi. Leikið verður í Digranesi og hefst leikurinn kl. 18:30.
Fyrsti heimaleikur Akureyrar er svo fimmtudaginn 7. október er liðið tekur á móti nýliðunum í Aftureldingu í Íþróttahöllinni kl. 19:00. Þar mætir markvörðurinn Hafþór Einarsson á sinn gamla heimavöll en Hafþór gekk nýverið til liðs við Aftureldingu frá norðanmönnum.