07. október, 2010 - 07:42
„Þessi leikur leggst bara vel í mig og ég reikna með að þeir (Afturelding) mæti dýrvitlausir til leiks en ef við mætum vel
stemmdir í leikinn að þá ættum við að negla þá niður strax,” segir Heimir Örn Árnason fyrirliði Akureyrar
Handboltafélags, sem leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni í N1-deilda karla í handbolta er nýliðarnir í Aftureldingu
mæta í heimsókn í Íþróttahöllina kl. 19:00.
Lið Akureyrar leit mjög vel út í fyrsta leik sínum í deildinni sl. fimmtudag er liðið vann stórsigur gegn HK, 41:29, í Digranesinu
og freistar þess að fylgja þeim leik eftir í kvöld. „Ég held að menn séu núnar gíraðir í að vera
alltaf á tánum og eru hungraðir í árangur. Við vonum bara að Höllin fyllist í kvöld og að það verði góð
stemmning,” segir Heimir, en nánar er rætt við hann í Vikudegi í dag.