Akureyrararmót UFA í frjálsum haldið um aðra helgi

Akureyrarmót UFA verður haldið helgina 24.- 25. júlí næstkomandi á Þórsvelli. Um stigakeppni verður að ræða og verða veittir bikarar fyrir stigahæsta félag í hverjum aldursflokki og einnig stigahæsta félag mótsins.

Þá fá allir keppendur þátttökuverðlaun og einnig verða veitt útdráttarverðlaun á meðan á mótinu stendur. Keppt verður í eftirfarandi greinum:

10 ára og yngri: Keppni laugard kl. 10 - 12 KIDS ATHLETIC – þrautabraut

11-12 ára: 60m – 200m – 800m - 60gr – 4x100m boð langst – hást – kúla – spjót.

13-14 ára: 80m – 200m – 800/1500m – 80gr – 300g – 4x100m boð langst – hást – stöng – kúla –kringla – sleggja – spjót

15 ára og eldri: 100m – 200m – 400m – 800m – 1500m 100gr/110g – 400g – 1000m boð langst – hást – þríst – stöng – kúla – kringla – slegga – spjót   

Nýjast