Frétt uppfærð kl 15:00 12. ág.
„Húsin standa mjög nálægt götunum hérna og það er alltaf einn og einn sem er að lýsa yfir áhyggjum sínum yfir þessu,” segir Ragnhildur Hjaltadóttir í stjórn hverfisráðs Grímseyjar. Hverfisráðið hefur sent skipulagsnefnd Akureyrarbæjar erindi þar sem áhyggjum er lýst af bílaumferð, einkum umferðarhraða og umferðaröryggi í eynni. Sérstaklega beinast áhyggjurnar að umferð í kringum skólann. „Þetta er eins hérna og annarsstaðar, það eru einn og einn sem keyra of hratt og menn kvarta yfir því,” segir Ragnhildur, en um 20 bílar eru í Grímsey. Hún segir unnið sé að lausn vandans. „Það er stefnt á að setja upp hraðahindranir og það er bara verið að skoða hvernig hægt sé að framkvæma það.”