Áhrif starfsendurhæfingar á fátækt, félagslega einangrun og virkni þátttakenda

Starfsendurhæfing hefur marktæk, jákvæð áhrif á virkni fólks og dregur úr félagslegri einangrun. Þetta er meðal niðurstaða úr umfangsmikilli rannsókn sem Halldór Sigurður Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild HÍ, hefur unnið með stuðningi Evrópuársins 2010 - gegn fátækt og félagslegri einangrun. Halldór Sigurður kynnir niðurstöður rannsóknarinnar á opnum hádegisverðarfundi á Hótel KEA, mánudaginn 13. desember kl. 12:00.  

Markmið verkefnisins var að gera úttekt á áhrifum starfsendurhæfingar á fátækt, félagslega einangrun og virkni þátttakenda í starfsendurhæfingu hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands. Í rannsókninni var notast við rannsóknaraðferðir sem byggja á viðtölum og spurningalistum, til þess að fá skilning á upplifun þátttakenda og sem nákvæmastar upplýsingar um heildarstöðu þeirra, breytingar og afdrif. Rannsóknin er innlegg í mat á hvort SN hafi áhrif á virkni þátttakenda og/eða á félagslega og fjárhagslega stöðu þeirra. Niðurstöður af rannsókninni auka skilning á áhrifaþáttum og árangri starfsendurhæfingar.  Súpa og brauð verða í boði fyrir gesti fundarins á Hótel KEA á mánudag. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Nýjast