Aftur Víkingasigur í Skautahöllinni

SA Víkingar lögðu SR-inga að velli í kvöld, 5:2, í Skautahöll Akureyrar á Íslandsmóti karla í íshokkí. Víkingar höfðu 2:0 forystu fyrir þriðju og síðustu lotu. SR náði í tvígang að minnka muninn í eitt mark í þriðju lotu í stöðunni 2:1 og 3:2. Norðanmenn reyndust hins vegar sterkari á lokasprettinum og fögnuðu sigri.

Mörk SA Víkinga í kvöld skoruðu þeir Stefán Hrafnsson, Ingólfur Elíasson, Jóhann Már Leifsson, Gunnar Darri Sigurðsson og Björn Már Jakobsson. Fyrir SR skoruðu þeir Pétur Maack og Þórhallur Viðarsson.

Þar með hafa SA Víkingar 14 stig í öðru sæti deildarinnar en SR er áfram á toppnum með 16 stig. Víkingar eiga hins vegar tvo leiki til góða á SR. Næsti leikur SA Víkinga verður á þriðjudaginn kemur, er liðið tekur á móti Birninum.

Nýjast