Aftur úrvalsdeildarslagur hjá Akureyri í bikarnum

Akureyri og Afturelding mætast í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarkeppni karla í handbolta en dregið var á Hótel Hilton í hádeginu í dag. Eins og í 32-liða úrslitum er Akureyri í stórleik umferðarinnar en þetta er eini úrvalsdeildarslagurinn. Norðanmenn komu fyrr upp úr pottinum og fá því heimaleik. Þá drógust Hamrarnir frá Akureyri gegn Selfyssingum og fengu Hamrarnir einnig heimaleik. Leikirnir í karlaflokki fara fram 14.-15. nóvember.

Liðin drógust þannig saman:

Haukar 2 - Víkingur
Hamrarnir (Akureyri) - Selfoss
Grótta - FH
ÍBV 2 - Haukar
ÍR 2 - Fram
ÍR - Stjarnan
Akureyri - Afturelding
Valur 2 - Valur

 

Nýjast