Afmælisguðsþjónusta í Þorgeirskirkju á morgun

Þorgeirskirkja var vígð þann 6. ágúst árið 2000. Hún er því 10 ára á þessu ári. Sunnudaginn 14. nóvember verður haldin afmælisguðsþjónusta í Þorgeirskirkju kl. 14.00. Sr. Bolli Pétur Bollason sóknarprestur prédikar. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Jaan Alavere. Ljósavatnssókn hefur gefið út póstkort af altarisglugga kirkjunnar í tilefni af afmælinu.  

Kortið verður til sýnis og sölu á afmælishátíðinni og rennur ágóði póstkortasölunnar til kirkjunnar. Kaffiveitingar verða í safnaðarstofu að athöfn lokinni. Allir eru velkomnir

Nýjast