Afmælisdagur skáldsins frá Fagraskógi

Í dag er afmælisdagur eins ástsælasta skálds þjóðarinnar, Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.  Hann fæddist þennan dag árið 1895 og dó 1964. Davíð skrifaði fjölda bóka sem hafa verið þaullesnar af þjóðinni. Nýir lesendur að verkum Davíðs verða hinsvegar að láta sér duga að heimsækja almenningbókasöfn og fá verk skáldsins að láni, þar sem bækurnar hans eru eftir því sem næst verður komist ekki fáanlegar í bókabúðum landsins og er vonandi að úr því verði bætt.    

Í tilefni dagsins mun Amtsbókasafnið á Akureyri stilla upp öllum útlánaeintökum af verkum Davíðs og geisladiskum með lögum við ljóð hans en þau hafa verið afar vinsæl með íslenskra tónskálda og má t.d. nefna eftirfarandi lög við ljóð Davíðs sem eru oft og iðulega sungin: "Komdu inn í kofann minn" og "Á föstudaginn langa". Sjálfur var Davíð ástríðufullur bókasafnari og er bókasafn hans enn talið vera eitt af bestu söfnum einstaklinga hér á landi með efni um ýmiskonar þjóðlegan fróðleik.

Nýjast