Aflamarksskip veiddu 93% heildaraflans á síðasta fiskveiðiári

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans á síðasta fiskveiðiári var samtals 1.041.795 tonn. Aflamarksskip veiddu tæplega 93% af heildaraflanum en krókaaflamarks- og strandveiðibátar rúmlega 7%. Heildarveiði síðasta fiskveiðiárs er um 14% minni en á fiskveiðiárinu 2008-2009 þegar aflinn var 1.210.009 tonn. Munurinn liggur einkum í samdrætti í afla uppsjávartegunda á milli fiskveiðiára.  

Afli botnfisktegunda á fiskveiðiárinu 2009/2010 var alls 464.342 tonn. Af einstökum tegundum veiddist langmest af þorski eða 167.445, af ýsu 68.477 tonn, af ufsa 57.569 tonn, af karfa 57.569, af grálúðu 14.092 tonn, af steinbít 13.103 tonn og af Barnetshafs-þorski veiddust 10.937 tonn á síðasta fiskveiðiári.

Afli uppsjávartegunda nam 565.256 tonnum. Mest var veitt af norsk-íslenskri síld, 184.750 tonn, af makríl 111.429 tonn, af loðnu 110.120 tonn, af kolmuna 86.312 tonn og síld 48.445 tonn. Þetta kemur fram á vef LÍÚ.

Nýjast