Ævar Þór les upp úr bók sinni á Amtsbókasafninu

Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki, er smásagnasafn um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum og óvenjulegt fólk í venjulegum aðstæðum. Höfundurinn er Ævar Þór Benediktsson og les hann upp úr bók sinni á Amtsbókasafninu á Akureyri á morgun, þriðjudaginn 6. júlí  kl. 17:15.  

Ævar er fæddur og uppalinn í Borgarfirði, útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri vorið 2004 og hóf nám við leiklistardeild Listaháskóla Íslands haustið 2006. Ásamt félaga sínum skrifaði Ævar söngleikinn Ríginn, sem MA og VMA settu upp í sameiningu veturinn 2005. Ævar lék í Grease sem Loftkastalinn setti upp síðastliðið sumar ásamt því að leika Óðin Víglundarson í sjónvarpsþættinum Dagvaktin. Þá hefur hann samið barnaefni bæði fyrir útvarp og sjónvarp.

Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki, er fyrsta bók Ævars.

Nýjast