Ætlum að vinna alla heimaleikina

„Mér líst sérstaklega vel á alla heimaleikina okkar því að þar ætlum við að vinna alla okkar leiki, það er ekkert flóknara en það,” segir Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs, sem tekur á móti Þrótti R. í kvöld er liðin mætast á Þórsvelli kl. 19:00 á Íslandsmótinu í knattspyrnu í 1. deild karla. Tvö stig skilja liðin að fyrir leikinn í kvöld, Þór hefur átta stig í fimmta sæti deildarinnar en Þróttur sex stig í áttunda sæti. Þá sækir KA Fjarðabyggð heim og hefst sá leikur kl. 20:00 á Eskifjarðarvelli.

 

Nýjast