„Þetta verður erfiður leikur en við erum alveg tilbúnir í hann og mætum fullir sjálfstrausts,” segir hinn ungi og efnilegi Atli Sigurjónsson leikmaður Þórs, sem sækir HK heim á laugardaginn kemur kl. 14:00 á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu.
Þór heldur enn í vonina um að komast í úrvalsdeildina að ári en liðið er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 40 stig, tveimur minna en Reykjavíkurliðin Leiknir og Víkingur sem tróna á toppnum þegar tvær umferðir eru eftir. HK getur ennþá fallið en liðið situr í níunda sæti með 22 stig, sex stigum frá fallsæti.
Nánar er rætt við Atla í nýjasta Vikudegi.