Þetta mun vera fyrsta 100 metra brautin utanhúss sem lögð er gerviefni í Eyjafirði. Umf. Æskan hefur unnið að þessu verkefni í samstarfi við sveitarfélagið. Þá er sveitarfélagið í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands að ljúka framkvæmdum við sparkvöll við Valsárskóla. Starri Heiðmarsson formaður Æskunnar segir að þessar framkvæmdir komi til með bæta aðstöðu íþróttafólks gríðarlega. Um 15-20 ungmenni æfa frjálsar íþróttir í sveitarfélaginu og gerir Starri sér vonir um að þeim eigi eftir að fjölga umtalsvert í kjölfarið. Þann 31. ágúst nk. verður haldinn árlegur Æskudagur á Svalbarðseyri, í samstarfi við kvenfélagið í sveitarfélaginu og þá stendur til að taka nýju íþróttaaðstöðuna formlega í notkun.
Ungmennafélagið Æskan fagnar 100 ára afmæli árið 2010 og sagði Starri að stefnan hafi verið tekin á að vinna Aldursflokkamót UMSE það ár. "Þá verða allir sem vettlingi geta valdið dregnir á flot."