10. september, 2010 - 14:45
Slökkvilið Akureyrar hefur farið 325 sjúkraflug það sem af er árinu og flutt 355 sjúklinga. Um er að ræða fjölgun fluga á milli
áranna 2009 og 2010 en einnig bættust Vestmannaeyjar inn í Þjónustusvæði liðsins. Nú stefnir í að á þessu 13.
starfsári liðsins í sjúkraflugi þá fari heildarfjöldi sjúkrafluga frá upphafi yfir 4000. Sjúkraflug er annar stærsti
verkþáttur liðsins, segir á vef slökkviliðs Akureyrar.