100 tekjuhæstu Akureyringarnir

Á lista ríkisskattstjóra yfir 60 hæstu skattgreiðendur landsins er aðeins einn Akureyringur, Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa. Sævar greiðir 32,7 milljónir í heildarskatta og er hann í 57. sæti listans. Jónhannes Jónsson, kenndur við Bónus hefur einnig lögheimili hér á svæðinu, í Svalbarðsstrandarhreppi, og er hann í 60. sæti listans með um 30,5 milljónir í skattgreiðslur.   Þegar álagnig útsvars er skoðuð, en út frá því má áætla tekjur einstaklinga kemur í lós að á Akureyri eru það eftir sem áður tveir hópar sem einkum skera sig úr fyrir háar tekjur, en það eru læknar og sjómenn, en einnig eru nokkrir starfsmenn fjármálafyrirtækja greinilega með há laun. Vikudagur birtir lista yfir rúmlega 100 tekjuhæstu Akureyringana í blaðinu sem kemur út í dag.

Nýjast