Vorboðarnir láta ekki á sér standa

Á myndinni eru
Sigríður Atladóttir og ærin Rós með gimbrarnar sem þær eru báðar mjög ánægðar með“. …
Á myndinni eru Sigríður Atladóttir og ærin Rós með gimbrarnar sem þær eru báðar mjög ánægðar með“. Ljósmyndari: Atli Vigfússon.

Sauðburður hófst með fyrra fallinu á Laxamýri nyrst í Reykjahverfi þetta vorið. Atli Vigfússon bóndi á Laxamýri var með myndavélina á lofti enda löngu landskunnur fyrir myndir sínar af búfénaði á 25 ára ferli sem fréttaritari Morgunblaðsins. Þess má geta að ljósmyndasýning Atla; „Kýrnar kláruðu kálið“ var opnuð laugardaginn 1. apríl sl. í Safnahúsinu á Húsavík. Undirtitill sýningarinnar er Bændur og búfé – samtal manns og náttúru – óður til sveitarinnar. Sýningin er opin þriðjudaga-laugardaga til 29. apríl. Þessa sýningu ætti engin að láta fram hjá sér fara.

 Gefum Atla orðið.

„Vorið er að koma enda sólin orðin hátt á lofti. Vorboðarnir láta ekki á sér standa og nú þegar er orðið líflegt í fjárhúsunum á Laxamýri þó svo að aprílmánuður sé tæplega hálfnaður. Burðurinn er að byrja og í vikunni fæddust fyrstu gimbrarnar sem hafa verið nefndar Drottning og Prinsessa. Þær eru frískar og fjörugar enda farmar að hoppa um í krónni og njóta þess að vera til. Trúa má því að þær verði stórar í haust og líklegt að þær verði valdar sem lífgimbrar ef að líkum lætur. Á myndinni eru Sigríður Atladóttir og ærin Rós með gimbrarnar sem þær eru báðar mjög ánægðar með“.


Athugasemdir

Nýjast