Vilja varðveita listaverk eftir Margeir Dire

Margeir Dire.
Margeir Dire.

Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir áhuga á þátttöku í að varðveita verk eftir listamanninn Margeir Dire sem staðsett er í porti neðan veitingastaðarins Rub 23. Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri kynnti hugmyndina fyrir bæjaryfirvöldum.

 Stjórn Akureyrarstofu hefur falið safnstjóra að ræða við aðstandendur og vini Margeirs og KEA sem er eigandi húsveggjarins um hugsanlegt samstarf.

Margeir Dire lést árið 2019. Hann nam í Myndlistaskólanum á Akureyri, Lahti Institude of Fine Arts í Finnlandi og Instituto Europeo di Design í Barcelona. Hann var þekktur fyrir myndsköpun í mismunandi miðla svo sem vegglistaverk, strigamálverk, teikningar, video, tónlist, hönnun og listræna stjórnun. 


Athugasemdir

Nýjast