Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 18. júní og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Framkvæmdir standa yfir á norðurhlið Akureyrarkirkju og er áætlað að þær taki nokkrar vikur. Um er að ræða nýtt efni á ytri byrði kirkjunnar en viðgerðir á kirkjunni hófust fyrir ári síðan vegna skemmda sem unnar voru veturinn 2017 er spreyjað var á kirkjuna allskyns ófögrum orðum sem sneru flest að andúð á trúarbrögðum og heimspeki.

-Vígsluhátíð á Hjartanu í miðbæ Akureyrar fór fram sl. helgi þar sem veglegt hjarta var formlega afhúpað. Hönnun á verkinu er Úlfar Gunnarsson en Arnar Friðriksson smíðaði gripinn. Þórhallur Jónsson, formaður miðbæjarsamtakanna á Akureyri, kynnti Hjartað til leiks á hátíðinni að viðstöddum fjölda bæjarbúa.

-Einar Gauti Helgason, matreiðslumaður á Bautanum, betur þekktur sem Gauti Bauti, tók áskorun frá gömlum starfsbróður sínum, Bjarka Ragnarssyni, og sér um matarhornið að þessu sinni.

-Bjartur Aðalbjörnsson varaþingmaður heldur um Áskorendapennan og skrifar áhugaverðan pistil.

-Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) fagnar tuttugu ára afmæli á þessu ári. Mikið vatn hefur til sjávar runnið á þessum tíma og miðstöðin hefur tekið breytingum í takti við breyttar áherslur og þjóðfélagsbreytingar, segir á vef Símenntunar. SÍMEY er stofnuð af samfélaginu í Eyjafirði og í gegnum miðstöðina fara 3-5 þúsund manns á ári að sögn Valgeis B. Magnússonar framkvæmdastjóra SÍMEY.

-Íslandsmótið í knattspyrnu er byrjað að rúlla og er fjallað um boltann á íþróttasíðum blaðsins.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Athugasemdir

Nýjast