Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 16. Apríl eftir stutt páskafrí og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Fari svo að ekkert skemmtiferðaskip komi til Akureyrar í sumar getur norðlenska hagkerfið orðið af milljörðum króna. Þetta segir Pétur Ólafsson hafnarstjóri á Akureyri. Komum skemmtiferðaskipa til Akureyrar hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og skapað umtalsverðar tekjur fyrir ferðaþjónustuna.

-Ásgeir Ólafsson Lie skrifar pistil um hvernig það er að vera í einangrun vikum saman vegna langveikrar dóttur sinnar útaf Covid-19.

-Katrín Eiríksdóttir heldur um áskorendapennan og kemur með áhugaverðan pistil.

-Lífið er öðruvísi nú en við eigum að venjast á flesta hátt. Margir vinna heima og hitta færri en áður, þjónusta er víða takmörkuð og skipulögð afþreying liggur í flestum tilvikum niðri. Þrátt fyrir þetta þá skiptir máli að láta sér líða vel og gera það besta úr aðstæðum. Á vef Akureyrarbæjar er búið að lista niður ýmsar hugmyndir sem hægt er að gera í samkomubanninu sem stendur yfir til 4. Maí og er farið í saumana á því í blaðinu.

-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Hafnarstræti 86 (Verslunin Eyjafjörður).

-Arna Sif Ásgrímsdóttir knattspyrnukona með Þór/KA er Íþróttamaður vikunnar í blaðinu og ræðir um sportið og hvernig æfingar hafa gengið í samkomubanninu.

-Í síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar voru lögð fram drög að samkomulagi um nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri. Bæjarráð lýsir yfir vilja sínum til uppbyggingar hjúkrunarheimilis við Lögmannshlíð og felur bæjarstjóra að ræða við stjórnvöld um fyrirkomulag framkvæmda og samning

-Fyrsta skóflustunga að leikskólanum Klöppum við Glerárskóla á Akureyri var tekin rétt fyrir Páskahátíðina. Í aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar til að mæta efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum faraldursins er lögð áhersla á að framkvæmdir ársins gangi eftir, en í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 4,4 milljörðum króna í fjárfestingar 2020.

-Í Matarhorninu er það ritstjóri blaðsins sem hleypur undir bagga og kemur með nokkrar úrvals uppskriftir sem tilvalið er að elda í samkomubanninu.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Athugasemdir

Nýjast