Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 5. mars og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Þeir sem ekið hafa í gegnum Vaðlaheiðargöng undanfarna daga hafa eflaust tekið eftir skrautlýsingu í einu útskotinu. Ákveðið var nýverið að setja lýsingu á einum stað en hugmyndin er að líkja eftir norðurljósum.

-Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) hefur í samráði við sóttvarnarlækni tekið þátt í undirbúningi um viðbrögð við kórónaveirunni, Covid 19, sem nú dreifir sér hratt um gervallan heim. Þá er töluverður fjöldi Akureyringa sem á bókaða ferð til Ítalíu í sumar þar sem veiran hefur grasserað mest í Evrópu.

-Akureyringurinn Sigrún Stella Bessason er starfandi tónlistarkona í Toronto í Kanada. Hún hefur vakið mikla athygli undanfarið með laginu Sideways sem hún sendi frá sér í vetur en lagið hefur slegið í gegn og m.a. raðað sér í efstu sæti vinsældarlista hérlendis. Vikudagur setti sig í samband við Sigrúnu Stellu og spurði hana út tónlistina og lífið í Kanada.

-Þann 2. nóvember 2020 fagnar Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) 90 ára afmæli sínu. Af því tilefni er nú unnið að ritun sögu félagsins. Góðar myndir segja alltaf sína sögu og því leitar félagið nú að sem flestum slíkum til að nota í þetta merka rit. Rætt er við Úlfhildi Rögnvaldsdóttur formaður afmælisnefndarinnar.

-Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir heldur um áskorendapennann þessa vikuna og kemur með áhugaverðan pistil.

-Vilmundur Aðalsteinn Árnason er kokkur á togaranum Björgvin EA 311 sem er í eigu Samherja en Vilmundur hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna.

-Brynjar Karl Óttarsson skrifar lokaorð í umfjöllun sinni um Grenndargralið.

-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Lundargötu 2.

-KA/Þ​ór leik­ur til úr­slita í Coca Cola-bik­ar kvenna í hand­knatt­leik í fyrsta sinn eft­ir mikla spennu í Laug­ar­dals­höll­inni í gærkvöld er liðið sigraði Hauka í undanúrslitum, 22-21. KA/Þ​ór mæt­ir Fram í úrslitum á laugardaginn.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Athugasemdir

Nýjast