Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 9. janúar og að vanda kennir ýmissa grasa í þessu fyrsta blaði ársins 2020. Meðal efnis í blaðinu:

-Það er alltaf gott að staldra við um áramótin, líta inn á við og leggja línurnar fyrir komandi ár; vonir, væntingar og markmið. Vikudagur fékk nokkra valinkunna einstaklinga til að rýna í árið 2020 og hvers það væntir af nýja árinu.

-Björn Snæbjörnsson, formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju, gagnrýnir bæjaryfirvöld á Akureyri fyrir hækkun í fasteignaskatti umfram það sem Samband íslenskra sveitarfélaga hafði lagt til við sveitarfélög landsins í opnu bréfi til forseta bæjarstjórnar Akureyrar.

-Júlíus Freyr Theodórsson heldur um áskorendapennan og kemur með skemmtilegan pistil í blaðinu.

-Slökkvilið Akureyrar fær um mánaðarmótin næstu afhentan nýjan slökkvibíl sem er sérstaklega hannaður fyrir björgunar- og slökkvistarf í jarðgöngum. Reiknað er með að hægt verði að taka slökkvibílinn í notkun snemma í febrúar. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, segir í samtali við blaðið að beðið sé eftir bílnum með mikilli eftirvæntingu.

-Árleg Þrettándagleði Þórs var haldin á planinu við Hamar sl. helgi þar sem jólin voru kvödd að hefðbundnum sið með dansi og söng. Páll Jóhannesson var á staðnum og fangaði síðustu jólastemmninguna í bili.

-Ragnar Sverrisson skrifar grein um miðbæjarskipulagið á Akureyri.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér.  Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Nýjast