Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 19. desember og er þetta síðasta blaðið fyrir jólafrí. Meðal efnis í blaðinu:

-Árið 2019 er senn á enda og því er ekki úr vegi að líta aðeins yfir farinn veg og skoða hvað bar helst til tíðinda í Vikudegi á árinu sem er að líða, bæði hvað varðar fréttir og mannlíf. Fréttaannáll 2019 í blaði vikunnar.

-Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir marga í eftirköstum óveðursins. Íbúar víða á Norðurlandi hafa verið án rafmagns og fjarskiptakerfis, og öryggisins sem fylgir hvoru tveggja. Njáll Trausti Friðbertsson skrifar áhugaverða grein undir heitinu „Á bláþræði.“

-Meirihluti Akureyringa sem tóku afstöðu í nýrri könnun Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um bifreiðakaup stefnir á að kaupa bíl sem er að hluta eða öllu leyti drifinn áfram af vistvænum orkugjöfum. Rafbílar koma þar helst til greina. Fjallað er ítarlega um könnunina og rætt við Guðmund Hauk Sigurðsson hjá Vistorku.

-Séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, er í viðtali á Facebooksíðu Akureyrarbæjar undir liðnum Sögur af fólki. Vikudagur birtir hér viðtalið en þar kemur m.a. fram að Svavar hefur dálæti á ítalskri matargerð.

-Jón Hjaltason skrifar grein um íbúalýðræði.

-Theodór Ingi Ólafsson heldur um Áskorendapennnan og skrifar um trúlaus jól.

-Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir sér um matarhornið þessa vikuna og kemur með tvær uppskriftir, annars vegar hjartagúllas og hrísgrjón og hins vegar sýrópskökur Valborgar

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Athugasemdir

Nýjast