Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Steinunn María Sveinsdóttir sagnfræðingur hefur tekið til starfa sem nýr safnstjóri Flugsafns Íslands. Vikudagur fékk Steinunni Maríu í nærmynd.

-Áskorandapenninn er nýr liður í blaðinu þar sem fólk skrifar um það sem því hugnast. Ásgeir Ólafsson ríður á vaðið.

-Svifryk er lýðheilsuvandamál á Akureyri og brýnt að skipta um hálkuvarnir. Fjallað er um málið og rætt við formann Umhverfis-og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.

-Ríkissjóði verður heimilt að kaupa eða leigja húsnæði til að stækka flugstöðina á Akureyri samkvæmt breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjárlaga.

-Í Hús vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Byrgi í Glerárþorpi.

-Starfshópur á vegum Akureyrarbæjar hefur sett fram stefnu um forgangsröðun í nýfjárfestingu íþróttamannvirkja frá og með árinu 2020 til 2035. Um ellefu verkefni er að ræða og er heildarkostnaður við þau gróflega metin 6.750 milljónir kr.

-Ragnar Sverrisson skrifar grein um miðbæjarskipulagið á Akureyri.

-Rannveig Elíasdóttir skrifar pistil undir heitinu  „Að líða vel í eigin skinni.“

-Lóa Maja Stefánsdóttir tók áskorun frá tengdasyni sínum og er matgæðingur vikunnar.

-Stefnumótið í knattspyrnu fór fram í Boganum sl. helgi þar sem strákar í 7. flokki voru í aðalhlutverki.Þórir Tryggvason ljósmyndari var á staðnum og myndaði fótboltamennina ungu.    

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 


Nýjast