Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er margt fréttnæmt og fróðlegt í blaði vikunnar. Meðal efnis:

-Bæjarráð Akureyrar hefur staðfest að gert sé ráð fyrir rekstrarfé til áfangaheimilis í fjárhagsáætlun komandi árs. Velferðarráð hafði áður samþykkt fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við Hjálpræðisherinn á Akureyri um rekstur áfangaheimilis og lagði til að veitt verði 5,6 milljónum króna í verkefnið á árinu 2020.

-Bæjarstjórn Akureyrarbæjar lýsir yfir miklum vonbrigðum með tillögu að flugstefnu og samgönguáætlun til næstu 5 ára sem lagðar hafa verið fram af stjórnvöldum. Í samgönguáætluninni er ekki gert ráð fyrir neinu fjármagni til uppbyggingar á Akureyrarflugvelli næstu fimm árin.

-Rannveig Elíasdóttir hjúkrunarfræðingur í heilsuvernd grunnskólabarna skrifar um D-vítamín.

-Hjörleifur Hallgríms fór í Freyvangsleikhúsið á sýninguna Blúndur og blásýra og skrifar um sýna upplifun.

-Gunnþór Hákonarson er að ljúka störfum sem yfirverkstjóri hjá Akureyrarbæ eftir 45 ára starf. Hann er byrjaður að taka eftirlaun en sinni þó einstökum málum sem snúast aðallega um frágang og viðskilnað.

-Jóhannes Hafsteinsson, 21 árs matreiðslunemi hjá Icelandair Hotels, sér um matarhornið þessa vikuna.

-Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Hörgarársveit og Dalvíkurbyggð nýverið. Venju samkvæmt veitti Markaðsstofa Norðurlands þrjár viðurkenningar; sproti ársins, fyrirtæki ársins og störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi.

-Í húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson umSandvík í Glerárþorpi (Lyngholt 30)

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast