Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 3. október og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Í síðustu viku fór fram kynningarfundur um búsetu fatlaðs fólks á Akureyri og var fundurinn vel sóttur. Biðtími eftir búsetu brann helst á fundargestum en ýmis úrræði eru í vinnslu í málaflokknum.

- Hestamannafélagið Léttir íhugar að leita réttar síns gagnvart Akureyrarbæ. Málið varðar nýja brú yfir Eyjafjarðará sem átti að reisa í haust en hefur verið frestað.

-Tryggvi Gíslason fyrrum skólameistari MA skrifar um Sigurhæðir en mikil ólga er vegna fyrirhugaðrar sölu bæjaryfirvalda á Akureyri á húsinu.

-Helga Sigrún Ómarsdóttir er ÍAK einkaþjálfari og starfar á líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri. Þar býður hún m.a. upp á námskeiðið Absolute Training. Líkamsrækt og heilsa eru helstu áhugamál Helgu og hefur hún mikinn metnað fyrir því að aðstoða fólk við að ná sínum markmiðum. Við fengum Helgu Sigrúnu til að gefa lesendum góð ráð inn í haustið.  

-Krakkarnir úr Hríseyjarskóla saumuðu grænmetispoka sem er núna hægt að fá lánaða í Hríseyjarbúðinni. Fjölnota innkaupapokar hafa verið að ryðja sér til rúms í versluninni.

-Siglingaklúbburinn Nökkvi fer fram á það að meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar standi við gerðan samning um uppbyggingu Nökkva frá 2014.

-Brynhildur Bjarnadóttir, kennari við Háskólann á Akureyri, er annar höfundur bókarinnar Náttúruþankar sem kom út í byrjun þessa mánaðar. Bókina skrifaði hún í samstarfi við föður sinn Bjarna E. Guðleifsson, náttúrufræðing á Möðruvöllum, sem er jafnframt aðalhöfundur bókarinnar. Bjarni glímdi við erfið veikindi og lést viku eftir að bókin kom út.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Athugasemdir

Nýjast